Talið að eldgos sé hafið á Jövu

Talið er að eldgos sé hafið úr fjallinu Kelud á Jövu í Indónesíu. Þykk skýjahula er yfir fjallinu þanig að lítið sést til þess en jarðhræringar benda til þess að gos sé hafið. Um 350 þúsund manns búa í innan við 10 km fjarlægð frá Kelud.

Vísbendingar hafa verið um það undanfarnar vikur, að eldgos væri í aðsigi og var þúsundum manna skipað að fara frá svæðinu. Margir sinntu hins vegar ekki þeirri fyrirskipun og aðrir snéru aftur til að huga að eignum sínum.

Kelud gaus síðast árið 1990 og þá létu 30 manns lífið og margir slösuðust.

Mistur yfir Keludfjalli á Jövu.
Mistur yfir Keludfjalli á Jövu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert