Andlit Tutankamons til sýnis í fyrsta sinn

Tölvumynd af Tutankamon konungi Egypta sem byggð er á rannsóknum …
Tölvumynd af Tutankamon konungi Egypta sem byggð er á rannsóknum á múmíu hans. AP

Almenningur getur í fyrsta sinn í dag fengið að sjá andlit egypska faraósins Tutankamons sem réði ríkjum í Egyptalandi til forna. Múmía Tutankamons er varðveitt í sérstakri kistu, sem ver hana gegn hita og raka, í grafhýsi hans í Konungadalnum í Lúxor.

Þetta er gert þar sem nákvæmlega 85 ár eru liðin frá því breski fornleifafræðingurinn Howard Carter fann gröf faraósins.

Talið er að aðeins um 50 manns hafi séð andlit Tutankamons frá því múmían fannst en þúsundir hafa hinsvegar séð kistu hans.

Andlit Tutankamons helst enn vel varðveitt og er það, sem fyrr segir, varðveitt gegn hita og raka.

Það eru liðin rúm 3.000 ár frá því Tutankamon lést, en talið er að hann hafi aðeins verið á táningsaldri þegar hann andaðist. Hann er ekki sagður hafa verið háttsettur innan konungsfjölskyldunnar, en faraóinn hefur vakið athygli um allan heim vegna þeirra gersema sem fundust í grafhýsi hans sem milljónir hafa heimsótt.

Zahi Hawass, yfirmaður fornleifarannsókna í Egyptalandi, segir að múmíu Tútankamons stafi nú ógn af hitanum og rakanum sem kemur frá því fólki sem heimsækir gröf hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert