Hópur danskra vörubílstjóra hefur gripið til aðgerða við ferjuhafnir í landinu og vill með því mótmæla reglum um hvíldartíma og háum sektum ef þær reglur eru brotnar. Segjast vörubílstjórarnir ætla að loka landamærastöðvum í allan dag.
„Danmörk verður innilokuð," sagði Per Tuesen, talsmaður bílstjóranna, í sjónvarsviðtali í dag.
Bílstjórarnir hafa í dag komið í veg fyrir að vörum verði skipað út úr tveimur ferjum í Frederikshavn en farþegarnir hafa fengið að fara frá borði. Þá sagði Tuesen, að nú séu um 200 vörubílar í Kaupmannahöfn, sem eru reiðubúnir til að fara hvert á land sem er og taka þátt í aðgerðum.
Tuesen segir, að bílstjórarnir hafi í ár reynt að semja við stjórnvöld um hvíldartímareglurnar en án árangurs.
Að sögn fréttavefjar Politiken eru áformaðar aðgerðir í Hirtshals, Gedser, Rødby og Padborg í dag.