Þrettán ára piltur sem flúði frá Nebraska í Bandaríkjunum yfir landamærin til Mexíkó ásamt kvenkyns kennara sínum þegar upp komst um ástarsamband þeirra á sennilega ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna þar sem hann hefur ekki landvistarleyfi í landinu.
Lögregla í Mexíkó handtók piltinn og 25 ára stærðfræðikennara hans eftir að pilturinn hringdi til ættingja sinna í Mexíkó og bað um peninga.
Kennarinn hefur þegar verið framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér ákærur fyrir að tæla barn til kynferðislegra athafna og fyrir að fara með ólögráða einstakling yfir landamæri. Parið mun hafa orðið ásatt um að flýja þegar lögregla fór að grennslast fyrir um eðli sambands þeirra. Kennarinn Kelsey Peterson og pilturinn Fernando Rodriguez voru handtekinn