Sjóræningjar sleppa sjómönnum

Sómalísk­ir sjó­ræn­ingj­ar slepptu í dag 24 asísk­um sjó­mönn­um sem þeir tóku í gísl­ingu fyr­ir rúm­um fimm mánuðum. Að sögn yf­ir­valda í Suður-Kór­eu halda sjó­menn­irn­ir nú til Jemen.

Sjó­ræn­ingjarn­ir rændu tveim­ur fisk­veiðibát­um, sem er í eigu suður-kór­eskra aðila, í maí sl. Fjór­ir Suður-Kór­eu­menn, 10 Kín­verj­ar, fjór­ir Indó­nes­ar, þrír Víet­nam­ar og þrír Ind­verj­ar voru í áhöfn­un­um.

Sjó­mön­un­um var sleppt kl. 13 að ís­lensk­um tíma og staðfest hef­ur verið að þeir séu komn­ir í ör­uggt skjól.

Leiðtogi stétt­ar­fé­lags sjó­manna í S-Kór­eu sagði í síðustu viku að sjó­mönn­un­um yrði brátt sleppt gegn greiðslu lausn­ar­gjalds, sem nem­ur hundruðum þúsunda dala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert