Bandaríkjamenn hvetja Musharraf til að snúa aftur til lýðræðis

Bandaríkjamenn hvetja Musharraf til að aflétta neyðarástandinu í Pakistan
Bandaríkjamenn hvetja Musharraf til að aflétta neyðarástandinu í Pakistan AP

Robert Gates, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag Pervez Musharraf, forseta Pakistans. til að snúa aftur til lýðræðis eins fljótt og auðið er. Gates sagði á fundi með fjölmiðlum að ákvörðun Musharraf um að lýsa yfir neyðarástandi í Pakistan væri áhyggjuefni, en lagði áherslu á að þetta mætti ekki hafa áhrif á baráttuna gegn hryðjuverkum.

Bandaríkjamenn hafa hætt við árlegar viðræður um varnamál vegna ástandsins í Pakistan.

Fréttastofan AFP hefur það eftir ónefndum pakistönskum ráðherra í dag að algjör óvissa ríki nú um ákvörðun Musharraf um að hætta sem yfirmaður hersins og stjórna einungis sem forseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert