Ítalska lögreglan handtók í dag tvo hátt setta meðlimi ítölsku mafíunnar sem verið höfðu á flótta. Annar mannanna, Salvatore Lo Piccolo, er sagður hægri hönd mafíuforingjans Bernardo Provenzano og hugsanlegur arftaki hans.
Lo Piccolo var dæmdur fyrir morð og hefur verið á flótta síðan árið 1998, hann var handtekinn ásamt syni sínum nærri borginni Palermo í morgun.
Lögregla telur að Lo Piccolo hafði komið til greina sem foringi ítölsku mafíunnar eftir að Bernardo Provenzano, leiðtogi ítölsku mafíunnar, var handtekinn á yfirgefnum bændabæ í bænum Corleone á Sikiley í apríl á síðasta ári.