Himnasæla í bænum Hell

Það rík­ir sann­kölluð himna­sæla hjá hjón­un­um John og Sue Wil­son sem búa í bæn­um Hell í Michigan-ríki Banda­ríkj­anna. Hjón­in duttu svo sann­ar­lega í lukkupott­inn þegar þau unnu 115.000 dali (tæp­ar sjö millj­ón­ir kr.) í happa­drætti er þau voru að halda upp á hrekkja­vök­una í síðustu viku.

„Hversu frá­bært get­ur þetta verið?“ sagði hin 43ja ára gamla Sue Wil­son, sem starfar sem aðstoðarmaður kenn­ara. Hún og eig­inmaður henn­ar, sem starfar sem raf­virki, segj­ast ætla að nýta féð til þess að greiða skuld­ir, lag­færa heim­ilið og kaupa leikja­tölvu handa syni sín­um sem er 13 ára. Þá ætla þau kannski að heim­sækja skyld­menni sín sem búa í Georgíu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert