Stuðningur Íra við umbætur ESB fer minnkandi

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Aðeins fjórðungur Íra segist styðja umdeilda umbótaáætlun Evrópusambandsins, sem kosið verður um i þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Stuðningur írsks almennings við umbæturnar, sem ætlað er að einfalda ákvarðanatöku, hefur minnkað um nær helming á tveimur árum.

Öll lönd ESB þurfa að samþykkja umbæturnar svo þær taki gildi og samkvæmt stjórnarskrá Írlands verður að kjósa um svo mikilvægar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt könnunum segjast 25% Íra ætla að greiða atkvæði með breytingunum en 13% segjast ætla að greiða atkvæði gegn þeim. 62% segjast ekki vita hvað þeir kjósi á næsta ári. Fyrir tveimur árum sögðust 46% aðspurðra hlynntir umbótunum og 42% óákveðnir. Hörðum andstæðingum umbótanna hefur þó lítið fjölgað, 12% sögðust fyrir tveimur árum ætla að hafna tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert