Fjörutíu manns létust í sjálfsvígsárás í Afganistan

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur fordæmt árásina.
Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur fordæmt árásina. AP

Að minnsta kosti 40 manns létust í sjálfsvígssprengjuárás í Norður-Afganistan í dag. Þá létust að minnsta kosti sex þingmenn og fjöldi barna í árásinni í Baghlan-héraði landsins.

Að sögn sjónvarvotta mátti sjá lík liggja sem hráviði á götunni og blóð lak þar niður stríðum straumi. Árásin er ein sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í landinu.

Átökin í Afganistan hafa dreift sér um allt land, en þúsundir hermanna berjast nú við talibana og bandamenn þeirra.

„Þetta eru svívirðileg hryðjuverk gegn íslam og mannkyninu,“ sagði Hamid Karzai, forseti Afganistans, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Árásin var gerð á sykurverksmiðju í bæ í Baghlan er fjöldi þingmanna voru þar staddir í heimsókn. Sem fyrr segir létust a.m.k. sex þeirra.

Meðal þeirra er Mustafa Kazimi sem er þekktur stjórnarandstæðingur, en hann starfaði áður sem ráðherra í ríkisstjórn Karzai.

Skólabörn sem tóku á móti þingmönnunum létust einnig í árásinni.

Þúsundir hermanna berjast nú við talibana og bandamenn þeirra í …
Þúsundir hermanna berjast nú við talibana og bandamenn þeirra í Afganistan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert