Norðmenn senda liðsauka til Afganistans

NATO-hermenn við eld í Uruzganhéraði í Afganistan.
NATO-hermenn við eld í Uruzganhéraði í Afganistan. Reuters

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda 150 hermenn og tvær þyrlur til Afganistans í mars á næsta ári til viðbótar við þá norsku hermenn, sem þar eru fyrir. Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten. Norðmenn taka þátt í aðgerðum í Afganistan undir merkjum NATO.

Norskir hermenn hafa að undanförnu lent í hörðum átökum við stríðsmenn talibana í Afganistan. Þannig tóku um 260 Norðmenn þátt í bardaga í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert