Það er ólöglegt í Bretlandi að deyja í breska þinghúsinu. Þótt undarlegt megi virðast þá eru þetta lög í landinu, og þau fáránlegustu ef marka má könnun sem bresk sjónvarpsstöð gerði.
Alls tóku 4.000 manns þátt í könnuninni en umrædd sjónvarpsstöð sérhæfir sig í því að sýna dramatíska lögfræðiþætti.
Þá er ekki sama hvernig menn klæða sig í þinghúsinu því það er ólöglegt að mæta í brynju. Ef einhver tæki upp á því kæmist hann í kast við lögin.
Meðal annarra laga sem breskum almenningi þykir vera út úr kortinu má nefna lög sem leyfa ófrískum konum að kasta af sér vatni í húfu lögreglumanns. Þá má myrða Skota innan gömlu borgamúranna í York, svo lengi sem Skotinn er vopnaður boga.
Tæplega helmingur þeirra sem svaraði könnuninni viðurkenndi að hafa brotið lög með því að borða kjötbökur á jóladag. Lögin voru samþykkt á 17. öld og var tilgangur þeirra að koma í veg fyrir að fólk æti yfir sig þegar hreintrúarmaðurinn Oliver Cromwell réði yfir Bretlandi.
Þessi gömlu lög voru grafin upp úr gömlum lögfræðiskruddum og í ljós kom að þau hafi aldrei verið afnumin. Þau voru hinsvegar síðar dæmd úrelt.
Tíu fáránlegustu lögin að mati Breta eru: