Yfir 172 þúsund eldhús frá Fisher-Price innkölluð

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Mattel innkallaði í dag rúmlega 172 þúsund leikfangaeldhús frá Fisher-Price í Bandaríkjunum og Evrópu. Er það gert vegna þess að börn hafa í einhverjum tilvikum gleypt smáhluti sem fylgja eldhúsunum.

Fyrirtækinu hafa borist 48 kvartanir um að börn hafi gleypt smáhluti sem fylgja með eldhússamstæðunni. Í einu tilviki þurfti að beita Heimlich-aðferðinni til þess að losa smáhlut úr koki barns. Í fleiri tilvikum hafa börn verið hætt komin vegna þess að þau hafa gleypt smáhlutina.

Alls innkallar Mattel 155 þúsund leikfangaeldhús í Bandaríkjunum, 7 þúsund í Bretlandi, 4.900 á Ítalíu og Þýskalandi og 394 í Austurríki. Eldhúsin voru seld á tímabilinu maí til október í ár en leikföngin voru framleidd í Mexíkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert