Yfir 172 þúsund eldhús frá Fisher-Price innkölluð

Banda­ríski leik­fanga­fram­leiðand­inn Mattel innkallaði í dag rúm­lega 172 þúsund leik­fanga­eld­hús frá Fis­her-Price í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Er það gert vegna þess að börn hafa í ein­hverj­um til­vik­um gleypt smá­hluti sem fylgja eld­hús­un­um.

Fyr­ir­tæk­inu hafa borist 48 kvart­an­ir um að börn hafi gleypt smá­hluti sem fylgja með eld­hús­sam­stæðunni. Í einu til­viki þurfti að beita Heimlich-aðferðinni til þess að losa smá­hlut úr koki barns. Í fleiri til­vik­um hafa börn verið hætt kom­in vegna þess að þau hafa gleypt smá­hlut­ina.

Alls innkall­ar Mattel 155 þúsund leik­fanga­eld­hús í Banda­ríkj­un­um, 7 þúsund í Bretlandi, 4.900 á Ítal­íu og Þýskalandi og 394 í Aust­ur­ríki. Eld­hús­in voru seld á tíma­bil­inu maí til októ­ber í ár en leik­föng­in voru fram­leidd í Mexí­kó.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert