Árásarmaðurinn í Finnlandi reyndi að fyrirfara sér

Námsmenn í Jokela menntaskólanum fluttir á brott eftir árásina í …
Námsmenn í Jokela menntaskólanum fluttir á brott eftir árásina í dag. Reuters

Átján ára nemandi í finnskum menntaskóla, sem skaut átta manns til bana í skólanum í dag, er á sjúkrahúsi í Helsinki eftir að hann reyndi að fyrirfara sér, að því er finnska lögreglan greinir frá. „Árásarmaðurinn miðaði byssunni að höfði sér og hleypti af. Hann er á Töölö-sjúkrahúsinu í Helskini. Hann er í lífshættu,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Lögregla í Finnlandi segir, að átta manns hafi látið lífið þegar pilturinn hóf skothríð í miðri kennslustund í Jokela menntaskólanum í bænum Tusby norður af Helsinki í dag. Meðal þeirra sem létu lífið var rektor skólans. Um tugur manna særðist einnig í árásinni. Samkvæmt upplýsingum frá íslenska utanríkisráðuneytinu eru engir Íslendingar í menntaskólanum í Tusby.

Pilturinn birti í gær myndskeið á vefnum YouTube þar sem hann sagðist ætla að fremja fjöldamorð í skólanum.

Myndbandið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka