Árásarmaðurinn í Finnlandi reyndi að fyrirfara sér

Námsmenn í Jokela menntaskólanum fluttir á brott eftir árásina í …
Námsmenn í Jokela menntaskólanum fluttir á brott eftir árásina í dag. Reuters

Átján ára nem­andi í finnsk­um mennta­skóla, sem skaut átta manns til bana í skól­an­um í dag, er á sjúkra­húsi í Hels­inki eft­ir að hann reyndi að fyr­ir­fara sér, að því er finnska lög­regl­an grein­ir frá. „Árás­armaður­inn miðaði byss­unni að höfði sér og hleypti af. Hann er á Töölö-sjúkra­hús­inu í Hel­skini. Hann er í lífs­hættu,“ sagði talsmaður lög­regl­unn­ar.

Lög­regla í Finn­landi seg­ir, að átta manns hafi látið lífið þegar pilt­ur­inn hóf skot­hríð í miðri kennslu­stund í Jokela mennta­skól­an­um í bæn­um Tus­by norður af Hels­inki í dag. Meðal þeirra sem létu lífið var rektor skól­ans. Um tug­ur manna særðist einnig í árás­inni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu eru eng­ir Íslend­ing­ar í mennta­skól­an­um í Tus­by.

Pilt­ur­inn birti í gær mynd­skeið á vefn­um YouTu­be þar sem hann sagðist ætla að fremja fjölda­morð í skól­an­um.

Mynd­bandið á YouTu­be

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert