Bandaríkin: Samskipti við Pakistan eini kosturinn í stöðunni

John Negroponte.
John Negroponte. Reuters

John Negroponte, næstráðandi í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sagði í dag að bandarísk stjórnvöld eigi ekki annan kost í stöðunni en að halda áfram að eiga í samskiptum við Pakistan, þrátt fyrir að Pervez Musharraf, forseti landsins, hafi sett á neyðarlög í landinu.

Negroponte segir að Bandaríkin hafi ekki efni á því að slíta vinskapinn við Pakistan á Bandaríkjaþingi í dag. Þetta þykir renna traustum stoðum undir þá skoðun George W. Bush að Musharraf sé ómissandi bandamaður í stríðinu gegn hryðjuverkum.

„Samvinna við Pakistan og íbúa landsins er eini möguleikinn,“ sagði Negroponte við utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar.

Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Musharraf að aflétta neyðarlögunum og boða til kosningar í janúar. Þá segja yfirvöld að þau séu að skoða tvíhliða aðstoð ríkjanna.

Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn gert mönnum það ljóst að Pakistan sé mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn al-Qaeda og talibana í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert