Frakklandsforseta ákaft fagnað á Bandaríkjaþingi

„Frakkland er vinur Bandaríkjanna,“ sagði Sarkozy við bandaríska þingmenn í …
„Frakkland er vinur Bandaríkjanna,“ sagði Sarkozy við bandaríska þingmenn í dag. AP

Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti greindi Banda­ríkjaþingi frá því í dag að Banda­rík­in geti treyst á stuðning Frakka í stríðinu gegn hryðju­verk­um í Af­gan­ist­an og í kjarn­orku­deil­unni við Írana.

Þing­heim­ur stóð upp fyr­ir Frakk­lands­for­seta og klappaði hon­um lof í lófa. Þetta er í fyrsta sinn í yfir ára­tug sem for­seti Frakk­lands ávarp­ar báðar deild­ir Banda­ríkjaþings, seg­ir á vef BBC.

Sar­kozy, sem er í sinni fyrstu op­in­beru heim­sókn til Washingt­on, mun síðar funda með Geor­ge W. Bush Banda­ríkja­for­seta í Mount Vernon, sem er skammt frá Washingt­on.

Bú­ist er við því að for­set­arn­ir muni ræða um Írak, Íran og önn­ur mál­efni sem snerta Mið-Aust­ur­lönd.

Sar­kozy, sem flutti ræðuna með aðstoð túlks, var ákaft fagnað þegar hann sagði: „Frakk­land er vin­ur Banda­ríkj­anna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert