Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sagði í dag að það sé ekki hægt að hverfa frá kjarnorkuáætlun landsins. Með ummælum sínum heldur forsetinn áfram að gagna gegn alþjóðasamfélaginu sem hefur hótað að beita landið nýjum refsiaðgerðum.
Ahmadinejad hélt því jafnframt fram að alls séu 3.000 skilvindur í Natanz kjarnorkuverinu í Íran, sem er neðanjarðar. Skilvindurnar eru notaðar til þess að auðga úran sem er hægt að nota sem orku eða sem efnivið í sprengjur.
Að sögn vestrænna sérfræðinga þýðir þetta að Íranar geti auðgað nægilega mikið úran til þess að búa til kjarnorkusprengju innan árs, þ.e. vilji þeir það, og hafið iðnaðarframleiðslu á kjarnorkueldsneyti.
„Íranska þjóðin er komin á iðnaðarstig kjarnorkueldsneytis og ekki er hægt að snú framfararlest írönsku þjóðarinnar tilbaka,“ sagði Ahmadinejad á fjöldafundi í Íran í dag, en fundurinn var sýndur í beinni útsendingu á landsvísu.
„Í dag erum við með 3.000 skilvindur,“ sagði hann.