Íransforseti segir ómögulegt að hverfa frá kjarnorkuáætlun landsins

Mahmoud Ahmadinejad segir að ekki sé hægt að snúa framfaralestinni …
Mahmoud Ahmadinejad segir að ekki sé hægt að snúa framfaralestinni við. Reuters

Mahmoud Ahma­dinejad Írans­for­seti sagði í dag að það sé ekki hægt að hverfa frá kjarn­orku­áætlun lands­ins. Með um­mæl­um sín­um held­ur for­set­inn áfram að gagna gegn alþjóðasam­fé­lag­inu sem hef­ur hótað að beita landið nýj­um refsiaðgerðum.

Ahma­dinejad hélt því jafn­framt fram að alls séu 3.000 skil­vind­ur í Natanz kjarn­orku­ver­inu í Íran, sem er neðanj­arðar. Skil­vind­urn­ar eru notaðar til þess að auðga úran sem er hægt að nota sem orku eða sem efnivið í sprengj­ur.

Að sögn vest­rænna sér­fræðinga þýðir þetta að Íran­ar geti auðgað nægi­lega mikið úran til þess að búa til kjarn­orku­sprengju inn­an árs, þ.e. vilji þeir það, og hafið iðnaðarfram­leiðslu á kjarn­orku­eldsneyti.

„Íranska þjóðin er kom­in á iðnaðarstig kjarn­orku­eldsneyt­is og ekki er hægt að snú fram­far­ar­lest ír­önsku þjóðar­inn­ar til­baka,“ sagði Ahma­dinejad á fjölda­fundi í Íran í dag, en fund­ur­inn var sýnd­ur í beinni út­send­ingu á landsvísu.

„Í dag erum við með 3.000 skil­vind­ur,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert