Milljónir fengust fyrir vasa sem hafði verið öllum gleymdur í 30 ár

Sérfræðingar höfðu dæmt vasann sem eftirlíkingu á áttunda áratugnum.
Sérfræðingar höfðu dæmt vasann sem eftirlíkingu á áttunda áratugnum. Reuters

Kín­versk­ur vasi frá 18. öld var seld­ur á upp­boði í dag fyr­ir um 2,5 millj­ón­ir punda. Það væri ekki frá­sögu fær­andi nema að vasinn hafði verið geymd­ur aft­ar­lega inni í skáp eig­and­ans þrjá ára­tugi.

Eig­andi vas­ans, sem er kona frá Sviss, ákvað að setja grip­inn á upp­boð eft­ir að hún sá svipaðan vasa á safni í London. Vasinn, sem er blár og hvít­ur með dreka­mynstri, hafði verið geymd­ur aft­ar­lega inni í skáp frá því á átt­unda ára­tugn­um. Þá höfðu sér­fræðing­ar sagt við hana að um eft­ir­lík­ingu hafi verið um að ræða.

„Þeir gerðu henni stór­an greiða,“ sagði Al­asta­ir Gi­b­son, yf­ir­maður kín­versku deild­ar­inn­ar hjá Sot­hebys upp­boðshús­inu í London. „Hann hefði verið um 10.000 punda virði þá og núna hef­ur feng­ist fyr­ir hann rúm­ar 2,5 millj­ón­ir.“

Mik­ill áhugi er eft­ir kín­versk­um forn­grip­um um all­an heim. Talið er að hluti þess­ar­ar miklu eft­ir­spurn­ar megi rekja til kín­verskra auðmanna sem vilja eiga minja­gripi um kín­verska keis­ara­veldið til forna.

Gi­b­son sagði að vasinn, sem er frá tím­um Qing keis­ara­ætt­ar­inn­ar, og skreytt­ur fimm drek­um, hafi verið í eigu fjöl­skyld­unn­ar frá því á sjötta ára­tugn­um. Vasinn hafði verið keypt­ur af þýsk­um forn­gripa­sala.

Þá var hann notaður und­ir blóm..

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert