Neyðarlög sett á í Georgíu

Mótmælendur í Tblisi sjást hér ráðast að lögreglubifreið í höfuðborginni …
Mótmælendur í Tblisi sjást hér ráðast að lögreglubifreið í höfuðborginni í dag. Reuters

Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, hefur sett neyðarlög í Tblisi, höfuðborg landsins. Lögreglan leysti upp mótmæli stjórnarandstæðinga í dag, sjötta daginn í röð.

Zurab Nogaideli, forsætisráðherra landsins, sagði í sjónvarpsávarpi að gerð hafi verið tilraun til valdaráns. Ráðherrann segir að neyðarástandið muni vara í tvo sólarhringa.

Yfirvöld í landinu stöðvað útsendingar sjónvarpsstöðvar sem þau telja að séu vilholl stjórnarandstöðunni.

Saakashvili hefur áður sagt að rússneskir sérsveitarmenn standi á bak við óeirðirnar í Georgíu.

Mótmælendurnir segja að Saakashvili sé sekur um spillingu en því hefur forsetinn vísað á bug. Þá hefur hann sagt að hann muni ekki láta af völdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert