Sendiherra Pakistan hjá Sameinuðu þjóðunum, Munir Akram, hefur harðlega gagnrýnt afskipti SÞ af innanríkismálum Pakistana. Akram fundaði með Ban í gær og lýsti óánægju sinni með yfirlýsingar framkvæmdastjórans. Ban hins vegar ítrekaði afstöðu sína að fundinum loknum.
Ban Ki-moon hefur gagnrýnt þá ákvörðun Pervez Musharraf, forseta landsinss að lýsa yfir neyarástandi í landinu og segir hann mikilvægt að Pakistanar taki aftur upp lýðræðislega stjórn hið fyrsta.
Ban tók undir orð Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans um að Musharraf eigi að segja af sér sem yfirmaður hersins og boða til kosninga hið fyrsta. Bhutto sagðist í gær engan áhuga hafa lengur á að hitta Musharraf.
Hún hefur hins vegar fundað með stjórnarandstöðunni í Islamabad og rætt leiðit til að leysa stöðuna sem upp er komin.