Belja féll af himnum ofan

Eins og sést á þessari mynd skemmdist bifreiðin mikið við …
Eins og sést á þessari mynd skemmdist bifreiðin mikið við höggið. AP

Engan sakaði þegar belja féll fram af kletti og ofan á bifreið á ferð í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Fallhæðin var 61 metri. Að sögn lögreglu sluppu Charles og Linda Everson með skrekkinn í atvikinu sem átti sér stað sl. sunnudag. Aðra sögu er að segja með kúna sem var aflífuð á staðnum.

„Ef kýrin hefði fallið sekúndu síðar á hefði dýrið lent beint í fanginu á þeim,“ sagði lögreglumaðurinn Jeff Middleton hjá sýslumanninum í Chelan-sýslu.

Hann telur að dýrið hafi vegið um 270 kíló sem er um meðalþyngd venjulegrar kýr. Hennar hafði verið saknað í tvo daga og hafði hún gengið í um átta km frá sveitabænum sem er skammt frá Lake Chelan sumardvalasvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert