Opinber aftaka í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu létu taka pakistanskan mann af lífi í dag með því að höggva af honum höfuðið með sverði. Almenningi var heimilt að vera viðstatt aftökuna sem var númer 129 það sem af er þessu ári. Bahrour Sadbar Khan hafði verið fundinn sekur um að smygla heróíni til landsins.

Í Sádi-Arabíu fylgja yfirvöld ströngustu túlkunum Kóransins og er höfuðið höggvið af þeim sem eru fundnir sekir um morð, eiturlyfjasmygl, nauðgun og vopnuð rán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka