Finnski fjöldamorðinginn eftirherma?

Fánar hafa víða verið dregnir í hálfa stöng í Finnlandi …
Fánar hafa víða verið dregnir í hálfa stöng í Finnlandi í dag til að minnast þeirra sem létust í árásinni AP

Flaggað var í hálfa stöng um allt Finnland í gær til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar í Jokela-skólanum í Tuusula á miðvikudaginn þar sem átta manns létu lífið, auk byssumannsins.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir ekki ólíklegt að í þessu tilfelli hafi einhvers konar smitun eða eftirhermuatferli átt sér stað.

„Líklegt er að fjöldamorðin í Virginíu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og í Columbine árið 1999 hafi verið fyrirmyndir. Þeir atburðir virðast hafa haft áhrif á þennan einstakling sem var augljóslega truflaður og fastur í einhverri hugsun. Þetta eru einstaklingar sem eiga við persónulegan og félagslegan vanda að stríða og sjá með þessu tæki til að jafna leikinn að einhverju leyti."

Helgi segir að með alheimsvæðingunni og tilkomu Netsins séu fréttir af atburði sem þessum í raun strax komnar út um allan heim. Atburðurinn hefur alls staðar mikil áhrif og allir séu slegnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert