Meðlimir í Falun Gong gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem þeir lýstu vonbrigðum sínum vegna þess að Ríkissjónvarpið í Kanada CBC hafði hætt við að sýna mikið auglýsta heimildarmynd um hreyfinguna að beiðni kínverskra embættismanna.
Áætlað hafði verið að sýna myndina Beyond the Red Wall: The Persecution of Falun Gong síðast liðinn þriðjudag en því var frestað eftir að sjónvarpsstöðin fékk símtöl frá kínverska sendiráðinu í Toronto.
CBC segir að enginn á stöðinni hefði verið búinn að skoða myndina og að hún verði sýnd eftir að búið væri að skoða hana vandlega til að athuga hvort um vandaða heimildarmynd sé að ræða þar sem ljóst væri að mikill áhugi væri fyrir henni núna.
Kínversk yfirvöld halda því fram að Falun Gong séu sértrúarsöfnuður sem hóti pólitískum stöðugleika en framleiðandi myndarinnar, Peter Rowe heldur því fram að kínversk yfirvöld breiði út falskan áróður um samtökin til að gera þau tortryggileg í augum almennings.