Pakistönsk lögregla hefur umkringt heimili Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra landsins, lögregla segir að Bhutto sé ekki í stofufangelsi, heldur séu ráðstafanirnar gerðar öryggis hennar vegna. Bhutto og fylgismenn hennar höfðu skipulagt fjöldamótmæli í Rawalpindi í dag, en mótmæli eru bönnuð í Pakistan vegna neyðarlaganna þar í landi.
Talsmenn stjórnvalda segja að Bhutto sé frjáls ferða sinna en ef hún reyni að taka þátt í mótmælunum verði hún stöðuð.
Bhutto hefur gagnrýnt neyðarlögin harðlega og segir segir áform Pervez Musharraf, forseta, um að halda kosningar í febrúar nk. vera ójós.