Litlu munar á kosningafylkingum í Danmörku

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Reuters

Það dregur saman með kosningabandalögunum í Danmörku og ef marka má skoðanakannanir myndi ,,rauða" kosningablokkin, sem samanstendur af stjórnarandstöðuflokkunum, fá 82 þingmenn, ef kosið yrði í dag en stjórnarflokkarnir 84. Jyllands-Posten segir frá þessu í dag.

Í könnunum Jyllands-Posten undanfarið hafa stjórnarflokkarnir mælst með 86 þingmenn en andstaðan 79 þingmenn. Það nýi flokkurinn Ny Alliance og formaður hans Naser Khader sem er í oddastöðu og er það fyrst og fremst fylgi hans sem veldur því að danska stjórnin riðar til falls.

Kosið verður til þings í Danmörku þann 13. nóvember nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert