Lögregla, sem handtók Salvatore Lo Piccolo, valdamesta guðföður mafíunnar á Sikiley í vikunni, fann einnig við húsleit lista yfir 10 boðorð, sem félagar í glæpasamtökunum Cosa Nostra virðast eiga að fara eftir. Þeir verða m.a. að vera stundvísir, forðast bari og sýna mafíunni algera hollustu.
Að sögn blaðsins Daily Telegraph ber listinn, sem er vélritaður, yfirskriftina: Réttindi og skyldur. Var blaðið meðal pappíra, sem Lo Piccolo var með í leðurtösku þegar hann var handtekinn.
Blaðið hefur eftir sérfræðingum í málefnum mafíunnar, að listinn bendi til þess að leiðtogum glæpasamtakanna blöskri hegðun yngri manna, sem gengið hafa til liðs við mafíuna á undanförnum árum.
Matteo Messina Denaro, sem nú þykir líklegur arftaki Lo Piccolo, ekur m.a. um á Porsche, og nýtur mikillar virðingar meðal ungra og metnaðargjarna félaga í mafíunni.
Reglurnar 10 eru eftirfarandi: