Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi

Bresk­ur maður sem þótt­ist rann­saka fatnað hringdi um 15 þúsund sím­töl á 12 ára tíma­bili í kon­ur og ónáðaði þær með óþægi­leg­um spurn­ing­um um nær­föt þeirra. Paul Kavanagh er fer­tug­ur og var í dag dæmd­ur í fang­elsi í tvö og hálft ár.

Kavanagh viður­kenndi að hann hefði stundað það að hringja í kon­ur og ónáða þær með ósæm­andi spurn­ing­um um nærfatnað þeirra.

Kavanagh notaði órekj­an­lega farsíma með fyr­ir­fram­greidd­um sím­töl­um en hann náðist er hann fór að hringja í kon­ur sem stunduðu lík­ams­rækt sem er hand­an við göt­una þar sem hann bjó með móður sinni.

Þar lýsti hann fatnaði kvenn­anna og hár­greiðslu og ljóst var að hann fylgd­ist með þeim.

Lög­regl­an náði hon­um á mynd­band þar sem hann hallaði sér yfir sval­ir íbúðar­inn­ar í Vest­ur-London um leið og sím­tal hans til lík­ams­rækt­ar­inn­ar var tekið upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka