Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi

Breskur maður sem þóttist rannsaka fatnað hringdi um 15 þúsund símtöl á 12 ára tímabili í konur og ónáðaði þær með óþægilegum spurningum um nærföt þeirra. Paul Kavanagh er fertugur og var í dag dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár.

Kavanagh viðurkenndi að hann hefði stundað það að hringja í konur og ónáða þær með ósæmandi spurningum um nærfatnað þeirra.

Kavanagh notaði órekjanlega farsíma með fyrirframgreiddum símtölum en hann náðist er hann fór að hringja í konur sem stunduðu líkamsrækt sem er handan við götuna þar sem hann bjó með móður sinni.

Þar lýsti hann fatnaði kvennanna og hárgreiðslu og ljóst var að hann fylgdist með þeim.

Lögreglan náði honum á myndband þar sem hann hallaði sér yfir svalir íbúðarinnar í Vestur-London um leið og símtal hans til líkamsræktarinnar var tekið upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert