15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum

HO

Fimmtán Sádi-Ar­ab­ar hafa verið send­ir heim frá fanga­búðum Banda­ríkja­stjórn­ar á Kúbu, Guant­anamo. Enn eru 22 Sádi-Ar­ab­ar enn í haldi í búðunum, að sögn inn­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Nayef bin Abd­ul Aziz. Réttað verður yfir mönn­un­um í Sádi-Ar­ab­íu.

Í sept­em­ber voru 16 Sádi-Ar­ab­ar flutt­ir frá búðunum til síns heima en þrír Sádi-Ar­ab­ar hafa framið sjálfs­víg í búðunum frá því að þær voru opnaðar árið 2002.

Af þeim 759 föng­um sem hafa verið í búðunum voru 136 þeirra frá Sádi-Ar­ab­íu. Enn eru um 340 fang­ar í búðunum grunaðir um að tengj­ast al-Qaida hryðju­verka­sam­tök­un­um eða tali­bön­um. Fæst­ir þeirra hafa nokk­urn tíma verið ákærðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert