15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum

HO

Fimmtán Sádi-Arabar hafa verið sendir heim frá fangabúðum Bandaríkjastjórnar á Kúbu, Guantanamo. Enn eru 22 Sádi-Arabar enn í haldi í búðunum, að sögn innanríkisráðherra landsins, Nayef bin Abdul Aziz. Réttað verður yfir mönnunum í Sádi-Arabíu.

Í september voru 16 Sádi-Arabar fluttir frá búðunum til síns heima en þrír Sádi-Arabar hafa framið sjálfsvíg í búðunum frá því að þær voru opnaðar árið 2002.

Af þeim 759 föngum sem hafa verið í búðunum voru 136 þeirra frá Sádi-Arabíu. Enn eru um 340 fangar í búðunum grunaðir um að tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum eða talibönum. Fæstir þeirra hafa nokkurn tíma verið ákærðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert