Bernard Kerik, fyrrverandi lögreglustjóri í New York, var í gær formlega ákærður fyrir spillingu, undanskot á skatti og rangan framburð. Kerik lýsti sig saklausan af öllum ákærum er hann kom fyrir dómara. Grannt er fylgst með máli Keriks því talið er hugsanlegt að það geti skaðað forsetaframboð Rudys Giuliani en það var Giuliani sem skipaði Kerik lögreglustjóra er hann var borgarstjóri í New York. Það var einnig Giuliani sem hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseta til að útnefna Kerik ráðherra heimavarnarmála árið 2004 en Kerik varð fljótlega að draga sig í hlé þegar upp komst að hann hafði gerst brotlegur við skattalög.