Bjargað úr klóm mannræningja eftir pyntingar í sjö mánuði

Grísk stjórnvöld greindu frá því í dag að karlmanni frá Kamerún, sem mannræningjar höfðu haft í haldi í sjö mánuði, hafi verið bjargað af lögreglu. Hafði maðurinn sætt pyntingum, meðal annars fengið raflost ítrekað. Mannræningjarnir höfðu krafist 100 þúsund evra af fjölskyldu mannsins.

Þrír menn eru í haldi lögreglu en þeir voru handteknir á laugardag er lögregla gerði áhlaup á íbúð þar sem þeir héldu manninum í úthverfi Aþenu. Var það franska lögreglan sem lét þá grísku vita af mannráninu en þeir höfðu krafið systur mannsins um lausnargjald.

Að sögn lögreglu hafði maðurinn, sem er 32 ára að aldri, sætt pyntingum, hann sleginn með spýtum á viðkvæma líkamshluta, raflost en þeir höfðu límt fyrir munn hans svo skelfingaróp hans heyrðust ekki út úr íbúðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert