Fimm skotnir til bana á Gaza

Börn sjást hér hrópa nafn Arafats á Gaza í dag.
Börn sjást hér hrópa nafn Arafats á Gaza í dag. AP

Fimm létust í skotárás á Gaza í dag þar sem hundruð þúsunda stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar komu saman til þess að minnast Yassers Arafats, sem lést fyrir þremur árum. Um 100 manns særðust í skothríðinni þegar fólkið hóf að hrópa „Sjítar, sjítar“, en fólkið sakar Hamas-samtökin um að vera leppstjórn Íransstjórnar og bandamanna þeirra í Sýrlandi.

Palestínska sjónvarpið sýndi myndir af hópi mótmælenda og vopnaðra manna hlaupa um götur Gaza og lögreglumenn berja stuðningsmann Fatah með trékylfum.

Miðborg Gaza borgar fylltist af gulum fánum Fatah-hreyfingarinnar sem Arafat stofnaði og Mahmud Abbas leiðir nú. Fatah missti völdin á Gaza í kjölfar átaka við Hamas í júní.

Fólkið veifaði fána Palestínu og hélt á myndum af Arafat á meðan embættismenn úr röðum Fatah kölluðu eftir samstöðu fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert