Um fimm þúsund fuglum var slátrað á búi í Suffolk í Englandi eftir að staðfest var að þar væri að finna fuglaflensusmit. H5 veirutegundin fannst á búinu og verður öllum fuglum þar slátrað bæði kalkúnum, öndum og gæsum. Búið er stöðva alla umferð á um 3 km svæði umhverfis búið og fylgst er með allri umferð í 10 km radíus frá búinu.
Bílar sem fara inn á svæðið eru sótthreinsaðir með úða og lögregla vaktar svæðið.l
Í tilkynningu frá breska umhverfisráðuneytinu segir að fyrstu kannanir hafi leitt í ljós að kalkúnarnir hafi verið smitaðir af H5 afbrigðinu en ekki er enn vitað hvort um hina bráðsmitandi fuglaflensu er að ræða.Fréttavefur BBC skýrði frá þessu.