Óeirðir brutust út á Ítalíu

Óeirðir brutust út í Róm í gær og m.a. var …
Óeirðir brutust út í Róm í gær og m.a. var kveikt í bifreiðum. AP

Ítalsk­ir knatt­spyrnu­unn­end­ur létu öll­um ill­um lát­um í bæði inn­an vall­ar sem utan í kjöl­far þess er lög­regl­an skaut stuðnings­mann knatt­spyrnuliðsins Lazio til bana í gær. Lög­regl­an seg­ir að það hafi verið hörmu­leg mis­tök að Gabriele Sandri, sem var 26 ára, hafi lát­ist þegar lög­reglu­menn reyndu að stilla til friðar milli stuðnings­manna tveggja liða á hraðbraut í Tór­ínó.

Hætt var við leik milli liðanna Atal­anta og AC Mil­an er í brýnu slóst milli lög­reglu­manna og knatt­spyrnu­áhang­enda liðanna. Átök brut­ust einnig út á öðrum kapp­leikj­um.

Í fram­hald­inu brut­ust út óeirðir í Róm og einnig var mót­mælt í Mílanó.

Yf­ir­menn lög­regl­unn­ar, stjórn­mála­menn og yf­ir­menn knatt­spyrnu­mála í land­inu munu koma sam­an til fund­ar í dag í þeim til­gangi að draga úr þeim skaða sem varð nú um helg­ina.

Verstu átök­in brut­ust út í höfuðborg­inni þar sem hundruð vopnaðra knatt­spyrnuaðdá­enda réðust á lög­reglu­stöð og höfuðstöðvar Ólymp­íu­nefnd­ar Ítal­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert