Sarkozy mun funda með Gaddafi

Forseti Frakklands Nicolas Sarkozy staðfesti í morgun að hann muni taka á móti Moammar Gaddafi, forseta Líbýu, í París þar sem aðgerðir stjórnarinnar í Tripolí í málefnum eins og kjarnorkuvopnum ættu skilið að fá diplómatíska viðurkenningu. „Ég mun hitta Gaddafi ofursta. Ég sé enga ástæðu til að hitta hann ekki,” sagði Sarkozy eftir viðræður við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel í París.

„Ef ég hitti hann ekki, ef við tölum ekki við þau lönd sem eru að verða virðingarverðari hvað getum við þá sagt við Íran og Norður-Kóreu?” sagði franski forsetinn.

Frakkar hafa boðið Gaddafi í opinbera heimsókn fyrir lok þessa árs en án ákveðinnar dagsetningar.

Sarkozy sagði að Líbýa hefði horfið frá þremur hræðilegum áætlunum með því að binda enda á leit sinni að kjarnorkuvopnum, snúa baki við hryðjuverkamönnum og með því að frelsa búlgaska sjúkraliða sem höfðu verið sakaðir um að smita börn með HIV veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka