Svört skýrsla um undirbúning EM 2012

Varsjá séð í gegnum Swietokrzyski brúnna.
Varsjá séð í gegnum Swietokrzyski brúnna. Reuters

Pólverjar eiga á hættu að verða sér til mikillar skammar ef þeim tekst ekki að byggja upp ný íþróttamannvirki, hraðbrautir og lestarkerfið í landinu í tæka tíð fyrir Evrópumeistarakeppnina í fótbolta sem þar á að fara fram 2012. Þetta kom fram í nýrri skýrslu um ástand þessara mannvirkja, skýrslan sem var birt í dag var svartsýn á að Pólverjum tækist að verða sér út um mannafla og bæta skipulagningu innviða ríkisstofnana í tæka tíð.

Þar stendur að það verði gríðarlega erfitt fyrir Pólverja að ljúka þessum framkvæmdum í tíma vegna hins mikla flótta verkamanna frá landinu til annarra Evrópulanda undanfarin ár.

Það var alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch sem gerði þessa úttekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert