Trúlofunarhringur finnst eftir 89 ár

Trúlofunarhringur sjómanns hefur ratað heim til fjölskyldunnar, 89 árum eftir að eigandi hans drukknaði er skip hans sökk í fyrri heimstyrjöldinni.

Í frétt Daily Mail kemur fram að Stanley Cubiss drukknaði ásamt 187 öðrum er skip sem hann var vélvirki á lenti í árekstri við annað skip í blindbyl 12. janúar 1918. Var það sportkafari sem fann hringinn er hann var að kafa við strendur Orkneyja nýverið. Í hringinn var grafið „Til Stanley frá Flo, mars 1916". Brady og félagi hans leituðu á netinu þar til þeir fundu lista yfir skipverja á skipinu og gátu rakið slóðina til frænda sjómannsins. Gátu þeir því komið hringnum í hendur fjölskyldunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert