Aðgerðin tókst vel á stúlku með sjalgæfan fæðingargalla

Indverska stúlkan sem fæddist með aukaútlimi kom fram á blaðamannafundi með foreldrum sínum og læknum eftir vel lukkaða skurðaðgerð þar sem aukalimir og líffæri voru fjarlægð. Stúlkan óx saman við tvíbura sem lifði ekki af í móðurkviði.

Læknarnir leiðréttu sömuleiðis í skurðaðgerðinni vanskapaða beinagrind stúlkunnar sem nefnist Lakshmi Tatma. Stúlkan fæddist fátækum hjónum frá Bihar-héraðs í austurhluta Indlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert