Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá

Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, greiðir atkvæði í Kaupmannahöfn í kvöld.
Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, greiðir atkvæði í Kaupmannahöfn í kvöld. Reuters

Samkvæmt kosningaspá, sem danska sjónvarpið birti klukkan 19:30, heldur danska ríkisstjórnin velli. Samkvæmt spánni þarf stjórnin ekki á Ny Alliance, nýjum flokki Nasers Khaders, að halda og raunar er óvíst hvort flokkurinn nái að koma mönnum á danska þingið. Þá er útlit fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn fái einhverja slökustu kosningu sem um getur.

Samkvæmt kosningaspánni fær Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, 48 þingsæti, Jafnaðarmannaflokkurinn 43 þingsæti, Danski þjóðarflokkurinn 26 þingsæti, Sósíalíski þjóðarflokkurinn 23 þingsæti, Íhaldsflokkurinn 21 þingsæti, Det Radikale Venstre 10 þingsæti og Einingarlistinn 4 þingsæti. Ny Alliance fær engan mann samkvæmt þessari spá en afar mjótt er á mununum.

Þessar tölur breytast hins vegar hratt eftir því sem fleiri tölur berast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert