Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB

Reuters

End­ur­skoðend­ur Evr­ópu­sam­bands­ins hafa, 13. árið í röð, neitað að skrifa und­ir reikn­inga sam­bands­ins. Í nýrri skýrslu frá stofn­un­inni, sem end­ur­skoðar reikn­ing­ana, eru nán­ast öll svið ESB gagn­rýnd fyr­ir lé­legt eft­ir­lit með út­gjöld­um. Það já­kvæða er þó, að ástandið hef­ur held­ur skánað í land­búnaðar­kerfi sam­bands­ins.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC, að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi kennt aðild­ar­ríkj­un­um um en í skýrslu end­ur­skoðend­anna er fram­kvæmda­stjórn­in sögð eiga stærstu sök­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert