Endurunnir smokkar sagðir heilbrigðisógn í Kína

Kínverskir ríkisfjölmiðlar segja, að endurunnir smokkar, sem breytt hefur verið í hárteygjur, séu heilbrigðisógn þar í landi og geti borið á milli sjúkdóma, sem þeim er ætlað að koma í veg fyrir.

Að sögn blaðsins China Daily hafa gúmmíteygjur, sem búnar hafa verið til úr gömlum smokkum, fundist á mörkuðum og hárgreiðslustofum í borgunum Dongguan og Guangzhou í suðurhluta landsins.

„Þessi ódýru og litríku hárbönd seljast vel og ógna heilsu borgarbúa," segir blaðið þar sem á teygjunum geti verið veirur og bakteríur þótt þær hafi farið í gegnum endurvinnsluferil.

„Fólk gæti smitast af alnæmi og kynfæravörum ef það setur teygjurnar upp í sig á meðan það tekur hárið saman," hefur blaðið eftir sýklafræðingi, sem sagður er heita Dong.

Pakki með 10 hárteygjum af þessu tagi kostar aðeins 25 fen eða jafnvirði 2 króna sem er mun ódýrara en aðrar tegundir af teygjum.

Blaðið hefur eftir embættismanni, að ólöglegt sé að endurvinna smokka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert