Fleiri konur en karlar vígjast til prests í Bretlandi

Fleiri konur voru á síðasta ári vígðar til prests í Englandskirkju en karlar og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá því að konur fengu leyfi til að vígjast til prests árið 1994. Alls fengu 478 vígslu sem prestar árið 2006, þar af 244 konur og 234 karlar.

Kynjahlutfallið er þó enn ójafnt þegar kemur að launuðum störfum því flestar konurnar vígðust annað hvort til ólaunaðra starfa eða sem aðstoðarprestar. Af þeim sem fengu fullt starf sem prestar voru 128 karlar en 95 konur.

Fysrtu konurnar voru vígðar í Bretlandi árið 1994, enn hefur engin kona orðið biskup en kirkjuþing Bretlands hefur lýst sig hlynnt hugmyndinni þótt háværar gagnrýnisraddir hafi heyrst úr röðum íhaldssamra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka