Fogh verður að treysta á Khader

Anders Fogh Rasmussen greiddi atkvæði í Nærum.
Anders Fogh Rasmussen greiddi atkvæði í Nærum. Reuters

Verið er að loka kjörstöðum í Danmörku og samkvæmt útgönguspá danska sjónvarpsins, sem byggir á svörum 10 þúsund kjósenda, fá stjórnarflokkarnir þrír auk flokksins Ny Alliance samtals 92 þingsæti en stjórnarandstöðuflokkarnir fimm samtals 83 þingsæti. Þetta þýðir, að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, verður að treysta á Naser Khader, leiðtoga Ny Alliance eigi stjórnin að halda áfram.

Samkvæmt útgönguspánni og fyrstu tölum úr talningu atkvæða fær Jafnaðarmannaflokkurinn 45 þingsæti, Venstre 40 þingsæti, Danski þjóðarflokkurinn 23 þingsæti, Sósíalíski þjóðarflokkurinn 22 sæti, Íhaldsflokkurinn 20 þingsæti, Det Radikale Venstre 11 þingsæti, Einingarlistinn 5 sæti og Ny Alliance 5 sæti.

Samkvæmt þessu bætir Sósíalíski þjóðarflokkurinn við sig 6,5% fylgi og 11 þingsætum en Det Radikale Venstre tapar rúmum 3 prósentum og 6 þingsætum. Aðrir flokkar fá svipað fylgi og í kosningunum fyrir tæpum þremur árum utan Ny Alliance, sem ekki hafði verið stofnaður þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert