Sjóður Bill og Melindu Gates mun gefa tæplega 800 milljónir króna til framleiðslu á einföldu mælingatæki sem hægt er að nota til að meta hvort vatn er drykkjarhæft. Tækið er hugsað fyrir þróunarlönd þar sem ódrykkjarhæft vatn veldur ungbarnadauða í stórum stíl.
Mælitækin eru einföld í notkun og virka svipað og þungunarpróf. Þau sýna litaðar rendur eftir því hvort vatn er drykkjarhæft eður ei og greinir það sömuleiðis á milli vatns sem hentar börnum og lasburða fólki og þess sem fullorðnir þola að drekka.
Mælitækið nefnist Aquatest og hefur verið þróað í Bristol á Bretlandi.