Kóngulóardrengur bjargaði ungbarni úr brennandi húsi

Hinn fimm ára gamli Riquelme Wesley dos Santos frá Palmeira í Brasilíu vill, líkt og margir aðrir, láta kalla sig Kóngulóarmanninn. Það eiga líklega fáir jafn mikla heimtingu á því og hann því þegar eldur kom upp í húsi nágrannans vissi hann upp á hár hvað hann ætti að gera, hann klæddi sig í Kóngulóarmannsbúninginn sem hann hafði fengið í afmælisgjöf, hljóp inn í brennandi húsið og bjargaði eins árs gamalli stúlku frá eldinum. Fréttavefur sænska blaðsins Aftenposten segir frá þessu.

Stúlkubarnið, Andriele, lá bjargarlaust í vöggu sinni, en liðið hafði yfir ömmu hennar sem var heima þegar eldurinn kom upp. Nokkrir unglingar fóru svo inn í húsið á eftir Riquelme og björguðu ömmunni.

Drengurinn er orðinn hetja í sinni heimabyggð og berst hróður hans nú um heiminn. Pilturinn segist ekki hafa verið hræddur þegar hann fór inn í brennandi húsið, en að hann hafi hins vegar áttað sig á hættunni eftir að hann var kominn út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert