Unglingspiltur lést er lögreglumenn í New York skutu hann til bana. Lögreglumennirnir héldu að hann væri með byssu í höndunum en drengurinn reyndist halda á hárbursta. Neyðarlínan í New York hafði heyrt drenginn æpa að hann væri með byssu er móðir hans hringdi eftir aðstoð.
Lögreglumennirnir skutu um 20 skotum og lést drengurinn sem var 18 ára á sjúkrahúsi. Drengurinn sem hét khiel Coppin þjáðist af óskilgreindum geðsjúkdómi og hafði móðir hans reynt að fá hann innritaðan á sjúkrahús fyrr um daginn.
Coppin mun hafa verið æstur og klifrað út um glugga hússins á fyrstu hæð og þegar lögreglan bað hann um að koma ekki nær varð hann ekki við þeirri beiðni og endaði með því að þeir skutu hann til bana.