Tugir félaga í Fatah-hreyfingunni eru sagðir hafa verið handteknir á Gasa-svæðinu í dag, þar á meðal nokkrir hátt settir félagar flokksins. Öryggissveitir Hamas, sem ræður ríkjum á Gasa réðst til atlögu í morgun, innan við sólarhring eftir að sex létust skotárásum í gær í fjölmennri minningarathöfn um Yassir Arafat, hinn látna leiðtoga Fatah.
Um 400 félagar í Fatah voru handteknir í gær eftir athöfnina, þá eru öryggissveitir Hamas sagðar hafa gert húsleitir og gert upptæka persónulega muni.
Mahmoud al-Zahar, hátt settur talsmaður Hamas, sagði í dag í blaðaviðtali að Hamas þyrfti að grípa til „viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir atburði á við þá sem Fatah-hreyfingin olli í gær".