Bandaríkjaher óttast að leita þurfi nýrra leiða til birgðaflutninga

Pólitískt umrót hefur til þessa ekki haft áhrif á birgðaflutninga …
Pólitískt umrót hefur til þessa ekki haft áhrif á birgðaflutninga Bandaríkjahers í Pakistan. Reuters

Banda­ríski her­inn und­ir­býr sig nú und­ir að finna nýj­ar leiðir til að ferja vist­ir, eldsneyti og mann­skap til Af­gan­ist­an. Talsmaður banda­ríska her­málaráðuneyt­is­ins í Pentagon sagði að ef óró­leik­inn í Pak­ist­an muni aukast þurfi að grípa til annarra ráðstaf­ana en fram að þessu hef­ur póli­tísk­ur óró­leiki í land­inu ekki haft áhrif á birgðaflutn­inga um landið.

Geoff Mor­rell, talsmaður Pentagon sagðist ekki hafa áhyggj­ur af kjarn­orku­vopna­forðanum í Pak­ist­an. „Við telj­um að þau séu und­ir góðri stjórn,” sagði hann á blaðamanna­fundi í dag.

Menn hafa hins veg­ar áhyggj­ur af birgðaflutn­ing­un­um til Af­gan­ist­an því um 75% þeirra er flogið til Pak­ist­ans.

Mor­ell gaf ekki upp hvaða aðrar leiðir kæmu til greina en næsti flug­völl­ur und­ir stjórn Banda­ríkja­hers er herflug­völl­ur í Kyrgyst­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert