Dýr demantur seldur á uppboði

Sotheby’s uppboðshúsið seldi stærsta hvíta gallalausa demantinn sem sést hefur á söluskrá fyrirtækisins fyrir 954 milljónir íslenskra króna og er þetta því næstdýrasti demantur af þessari gerð sem til er í heiminum. Demanturinn er 84,37 karöt og var boðinn upp í uppboðshúsi Sotheby’s í Genf í Sviss.

Demanturinn var sleginn á 18,2 milljónir svissneskra franka sem er í lægri kantinum miðað við að Sotheby’s höfðu áætlað að 15 – 20 milljónir franka fengjust fyrir hann.

Ekki hafa verið gefnar upp neinar upplýsingar um kaupandann.

Næstdýrasti demantur í heimi fór á litlar 954 milljónir.
Næstdýrasti demantur í heimi fór á litlar 954 milljónir. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert