Lögfræðingar Abdel Kareem Nabil, sem var í febrúar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að móðga islam og forseta Egyptalands, Hosni Mubarak, á bloggvef sínum, hafa lagt fram kvörtun um að skjólstæðingur þeirra sé haldið í einangrun og hann pyntaður í fangelsinu.
Hafa þeir ásamt mannréttindasamtökum farið fram á það við saksóknaraembættið að mál Nabil verði rannsakað.
Nabil, sem bloggaði undir nafninu Kareem Amer, er 22 ára gamall fyrrum nemandi við Al-Azhar háskólann. Gagnrýndi hann íhaldssama múslima hart á blogginu og forseta landsins.
Að sögn lögfræðinganna hefur Nabil verið pyntaður í Borg Alarab fangelsinu og hefur meðal annars ein tönn hans verið brotin í pyntingunum. Að sögn Nabil eru það bæði fangaverðir og aðrir fangar sem hafa staðið fyrir pyntingunum.